KVENNABLAÐIÐ

Fjögurra ára stúlka skaut sig þegar hún teygði sig eftir sælgæti í tösku ömmu sinnar

Harmleikur: Yanelly Zoller fór ofan í tösku hjá ömmu sinni til að leita að nammi. Þess í stað fann hún byssuna hennar, tók í gikkinn og skaut sjálfa sig í brjóstið. Gerðist þessi hörmulegi atburður í Tampa, Flórídaríki í Bandaríkjunum.

Shane Zoller, 22, faðir hennar sagði í viðtali við fréttastofu: „Hún vildi bara helvítis nammið,“ en hann á eitt barn á lífi, eitt á leiðinni og eitt sem hann fylgir til grafar í dag. Lögreglan í Tampa eru enn að rannsaka málið en þeir hafa engan grun um misjafnt athæfi. Afi og amma stúlkunnar, Michael og Christie Zoller, voru að passa Yanelly litlu sem var augasteinn þeirra. „Ég var að ná í hana til að fara í sund, með sunddótið í bílnum,“ segir Shane, „þegar ég kom að húsinu sá ég fullt af löggubílum.“

Auglýsing
Nelly
Nelly

Foreldrar Yanelly, sem alltaf var kölluð Nelly, voru skilin en með sameiginlegt forræði: „Hún elskaði að hjálpa pabba að gera við bílinn. Hún rétti mér verkfærin,“ segir pabbi hennar. „Hún var líka hrifin af farða og lék sér mikið með hann.“ Í minningargreininni sem foreldrarnir skrifuðu elskaði hún líka hundinn þeirra, horfa á teiknimyndir og hoppa í sófanum.

Auglýsing

Faðir hennar var enn í menntaskóla þegar hann eignaðist hana. Ef foreldrarnir hefðu ekki hjálpað honum með Nelly hefði hann þurft að hætta í skólanum: „Hún var ofboðslega náin þeim og hlakkaði alltaf til að fara til þeirra. Hún var föst við mjöðmina á ömmu.“
Nú er fjölskyldan að safna á GoFundMe.com og YouCaring.com fyrir útfararkostnaðinum.

Heimild: TampaBay.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!