KVENNABLAÐIÐ

Fór úr uppvaski á skyndibitastað á sýningarpall New York Fashion Week

Þetta hlýtur að teljast ótrúleg heppni. Útsendarar fyrirsætufyrirtækis fundu Remington Williams í Austin, Texasríki í Bandaríkjunum þar sem hún vann við uppvask á Chipotle skyndibitastaðnum við uppvask. Gerðist þetta á einungis 12 dögum!

a chio12

Auglýsing

Remington var að vinna við uppvask á Chipotle veitingastaðnum fyrir tveimur vikum þegar útsendari hjá DNA Models uppgötvaði hana og gaf henni tækifæri lífs síns. Fyrirtækið uppgötvaði stjörnur á borð við Linda Evangelista og Natalia Vodianova. Calvin Klein bókaði hana strax á NYFW – sem hlýtur að teljast algert met, miðað við að hún hafði aldrei áður sinnt neinum fyrirsætustörfum.

a chi9

Í viðtali við Vogue sagði hún: „Raf Simons sjálfur kenndi mér að ganga. Hann hefði getað valið hvaða fyrirsætu sem er, en hann trúði svo mikið á mig og ég fékk kraft til að sýna á sýningunni.“ Sló hún svo í gegn að Marc Jacobs vildi einnig fá hana á sýningarpallinn sinn: „Ég var að skoða Met safnið þegar ég fékk skilaboð um að koma og máta föt fyrir sýninguna hans Marc. Ég sýndi þar með ekki ómerkari fyrirsætum en Kaia Gerber og Gigi Hadid. Þegar ég kom þangað fagnaði Marc mér sérstaklega. Ég var svo ánægð að mig svimaði…mér leið eins og ég hefði verið hluti af ótrúlegu ferli.“

Auglýsing

a ch1

Remington hefur nú fundið nýja köllun í lífinu en heldur sig enn við sín gömlu áhugamál. Hún er grafískur hönnuður að mennt og elskar það. Er hún líka þessa dagana að reyna að fullkomna göngulagið: „Ég reyni að fara í háa hæla og labba í matvörubúðina. Fyrirsætur fá ekki nægt hrós fyrir að labba í þessum klikkuðu hælum, þær láta líta út fyrir að það sé eitthvað einfalt!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!