KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Lawrence og Darren Aronofsky ætla að ganga í það heilaga árið 2018

Leikkonan Jennifer Lawrence sagði í viðtali við The Today Show að hún myndi taka sér tveggja ára pásu frá leiklistinni. Hún mun hafa nóg að gera því hún ætlar að skipuleggja brúðkaup sitt með leikstjóranum Darren Aronofsky, en þau hafa verið saman í ár.

„Jennifer og Darren vilja gifta sig á næsta ári. Það er mjög sterk tenging á milli þeirra. Hún hefur alltaf sagt að hún viti hvenær rétti maðurinn birtist og Darren er sá maður. Þau geta ekki beðið eftir að ganga í það heilaga, þau eru brjáluð í hvort annað,“ segir vinur parsins í vitðtali við Life&Style.

Auglýsing

darren2

Auglýsing

Hittist parið við gerð nýju myndar þeirra beggja Mother! sem Darren leikstýrði en þrátt fyrir 21 árs aldursmun eru þau alveg á sömu bylgjulengd. Þau vilja bæði hóflegt brúðkaup með nánustu vinum og fjölskyldum.

Jen mun sennilega bjóða Bradley Cooper og Amy Schumer og vill hún helst að Adele syngi í brúðkaupinu. Þetta verður fyrsta brúðkaup þeirra beggja en Darren var trúlofaður leikkonunni Rachel Weisz og eiga þau saman 11 ára dreng, Henry.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!