KVENNABLAÐIÐ

Telmu var hent út af geðdeild í sjálfsvígshættu

Á aðeins örfáum vikum hafa tveir svipt sig lífi inni á geðdeild Landsspítalans. Miklar umræður urðu í þjóðfélaginu vegna þessa en Telma Svanbjörg Gylfadóttir segir frá því að henni hafi verið vísað frá þrátt fyrir að hún hafi sjálfsvígshugsanir og gert sjálfsvígstilraun.

Hvenær er eiginlega komið nóg?

Auglýsing

Telma Svanbjörg skrifar í grúppuna Geðsjúk (Við erum ekki tabú á Facebook) og er birt hér með góðfúslegu leyfi hennar:

Nú hefur geðdeildin búin að vera mikið umræðuefni síðasta mánuðinn. Ég vildi deila minni reynslu með ykkur…vona að það sé í lagi.

Ég er búin að leita ítrekað á geðdeild sökum sjálfsvígshugsana og nú um helgina útaf sjálfsvígstilraun.

Ég fékk Þórarinn sem geðlækni og hann lætur henda mér út! Eina sem ég fæ er að „hér gefum við bara lyf“ og sækir svo í teymi til að halda mér niðri og svo lætur hann þau henda mér út!

Ég var enn í spítalafötunum þegar þau hentu mér út.

Manneskja í bullandi sjálfsvígshættu er hent útaf geðdeild. Hann spurði mig heldur aldrei hvernig mér leið!! Ég varð að koma þessu frá mér því þetta situr svo í mér. Ég hélt að geðdeildin ætti að hjálpa manni ekki að henda manni út!

_______

Auglýsing
___________

Ljóst er að víða er pottur brotinn í geðheilbrigðismálum Íslands. Vinsamlega deilið til að fólk átti sig á raunverulegum vanda geðsjúkra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!