KVENNABLAÐIÐ

Ryan Phillippe sakaður um heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustunni sinni

Leikarinn Ryan Phillippe, sem er barnsfaðir Reese Witherspoon hefur fengið á sig tímabundið nálgunarbann vegna atviks sem átti sér stað  þann 4. júlí síðastliðinn og var lögregla kölluð til. Fyrirsætan Elsie Hewitt segir að leikarinn hafi „slegið hana, sparkað í hana og kýlt hana,“ samkvæmt upplýsingum sem RadarOnline hefur undir höndum.

Auglýsing

Einnig segir hún hann hafa hent sér niður stiga með þeim afleiðingum að hún fékk mar og áverka á bak, handleggi, axlir og andlit. Elsie sagði hjá lögreglu að hún sé hrædd um að hann ráðist á sig á ný því hann reyndi að hafa samband við hana eftir atvikið. Fékk Ryan tímabundið nálgunarbann þann 6. júlí síðastliðinn.

Ryan og Elsie sáust síðast saman opinberlega á Coachella hátíðinni í aprílmánuði 2017.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!