KVENNABLAÐIÐ

Festi getnaðarliminn í lyftingarlóðum

Við þekkjum öll fólk sem elskar að fara í ræktina…en þessi meistari tók þetta alla leið þegar hann festi typpið á sér í gati lyftingalóða. Slökkviliðið póstaði viðvörun eftir að þeir voru kallaðir til því maður hafði fest typpið á sér í lóðum. Já, hvernig getur þetta gerst? Við getum ekki ímyndað okkur hvað hann var að reyna að gera. Var lóðaplatan 2,5 kíló og spurning er hvort hann hafi verið að reyna að lyfta henni með áðurnefndum líkamshluta? Hver veit?

Auglýsing

Þegar hann hafði þurft að þola þá niðurlægingu að mæta á spítalann með vininn fastan í lóðunum var niðurlægingin ekki á enda. Kalla þurfti á slökkviliðið til að brjóta lóðin af vininum….og það tók þrjá klukkutíma. Þrjá klukkutíma (hugsaðu þér)!

lod2

Gerðist atvikið í Worms í Þýskalandi og þegar tekist hafði að brjóta lóðin setti slökkviliðið mynd á Facebooksíðu sína af brotnum lóðum og biðlaði til karlmanna að endurtaka ekki slíkt aftur.

Auglýsing

 

„Beiðni af óvenjulegri tegund barst okkur föstudagsmorguninn 15.09.2017. Maður hafði fest viðkvæman líkamshluta í 2,5 kílóa lóðum. Við náðum að losa hann með rafmagnssög, járnklippum og fleiru en það tók þrjá tíma. Vinsamlega reynið ekki slíkt, fólk!“

homer

Ekki er vitað hvort limur mannsins beið skaða af en líklegt þykir að hann reyni ekki slíkt aftur.

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!