KVENNABLAÐIÐ

Samband Katie Holmes og Jamie Foxx loksins opinbert

Eins og Sykur hefur áður greint frá hefur leikaraparið Katie Holmes og Jamie Foxx þurft að halda sambandi sínu leyndu í fjögur ár.  Meðfylgjandi mynd sýnir parið leiðast á strönd í Malibu og er hún býsna kröftug út af fyrir sig því hún sýnir að Katie er loksins laus undan Tom Cruise.

Auglýsing

Leikkonan þurfti að skrifa undir skilnaðarsamning við Tom sem bannaði henni að hitta karlmann opinberlega í fimm ár og loksins er hún laus. Katie og Jamie eru yfir sig ástfangin og Jamie er góður við dóttur hennar Suri, sem Tom hefur ekki hitt í nokkur ár.

Nafnlaus heimildarmaður segir við Radar: „Katie var svo örvæntingarfull að losna úr sambandinu við Tom, að hún skrifaði upp á þennan fáránlega skilnaðarsáttmála. Hún má hitta einhvern, en ekki opinberlega í fimm ár og má ekki tala um hann eða Vísindakirkjuna.“

Auglýsing

Þann 20. ágúst síðastliðinn runnu þessi fimm ár út, þannig við fáum sennilega að sjá meira af þessum turtildúfum á næstunni! Katie er að sögn afar fegin að vera laus úr þessu fangelsi sem hinn trúbrjálaði Tom Cruise setti hana í.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!