KVENNABLAÐIÐ

Sonur Van Damme handtekinn eftir hnífaárás

Yngsti sonur hasarmyndahetjunnar Jean-Claude Van Damme var handtekinn í Arizonaríki eftir að hann ógnaði meðleigjanda sínum með hnífi. Nicholas Van Varenberg er tvítugur að aldri, sonur leikarans með fjórðu eiginkonunni Darcy LaPier. Var hann handtekinn á sunnudeginum síðasta. Var hann ákærður fyrir ýmis bort, s.s. ógnun með banvænu áhaldi, að halda manninum í gíslingu og fyrir að hafa maríjúana undir höndum sem og áhöld ætluð til neyslu.

Auglýsing

Hringt var á lögreglu í blokkinni þegar Nicholas sást kýla lyftuhurð með þeim afleiðingum að meiddist hann á hönd og skildi eftir sig blóðslóð á gólfinu. Lögreglan kom og kíkti á íbúðina og talaði við hann og meðleigjandann. 20 mínútum síðar hljóp meðleigjandinn niður og sagðist hafa sloppið eftir að Nicholas ógnaði honum með hnífi. Lögreglan kom aftur og hafði Nicholas reiðst þegar meðleigjandinn opnaði fyrir löggunni. Svo var leitað í íbúðinni.

Auglýsing

Jean-Claude á fjögur börn en var giftur móður hans, Darcy, á árunum 1994-97. Nicholas vildi ekki taka upp leikaranafn föður síns og heitir því Van Varenberg sem er upprunalegt nafn föður hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!