KVENNABLAÐIÐ

Ófrísk kona með hríðir grátbað um keisaraskurð: Því var neitað og hún framdi sjálfsvíg

Ath. myndskeið fylgir fréttinni sem ekki er fyrir viðkvæma. Kínversk kona var með afar sársaukafullar hríðir sést í meðfylgjandi myndbandi, nokkrum klukkustundum fyrir dauða hennar. Kvalirnar voru þannig að hin 26 ára tilvonandi móðir sá sér ekki annað fært en að taka eigið líf.

Í myndbandinu má sjá hana vera í virkilegum sársauka. Höfuð barnsins var of stórt til hún gæti fætt það á eðlilegan hátt og grátbað hún um að barnið yrði tekið með keisaraskurði.

Auglýsing

Því var hafnað og hún henti sér út um glugga á fimmtu hæð sjúkrahússins.

Kínversk lög geta neitað mæðrum um keisaraskurð, en það var ekki tilfellið þarna. Fjölskylda konunnar þarf einnig að samþykkja. Læknarnir mátu það svo að höfuðið væri of stórt en fjölskyldan vildi hún myndi eiga á náttúrulegan hátt. Ekki fer á milli mála að konan hnígur í gólfið vegna verkja. Var henni sagt að „þrauka.“ Konan var komin 41 viku á leið og lést ófætt barn hennar einnig vegna fallsins.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!