KVENNABLAÐIÐ

Barnsfaðir Kourtney Kardashian fluttur á spítala

Eftir að hafa djammað stíft síðustu mánuði er Scott Disick kominn á endastöð. Scott hefur verið iðinn við kolann í kvennamálum og áfengis- og eiturlyfjaneyslu og var lagður inn á spítala í Los Angeles fyrir stuttu. Talsmaður brunavarnarliðs LAFD sagði: „Þann 18. ágúst síðastliðinn vorum við kallaðir að heimili Scott Disick…hann var fluttur á spítala. Engar aðrar upplýsingar megum við gefa upp.“

Auglýsing

 

Scott sem er þriggja barna faðir og 34 ára var í piparsveinaíbúð sinni í Hidden Hills þar sem mikið var um partýhald og voru nágrannarnir varir við partý alla nóttina. Það var eftir eitt slíkt sem hann var fluttur á spítala.

Scott var ekki samvinnuþýður og var settur á geðheilbrigðisvakt vegna þess. Kourtney heimsótti hann á spítalann þar sem hann á enga aðra fjölskyldumeðlimi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!