KVENNABLAÐIÐ

Kate Middleton gengur með þriðja konunglega barnið!

Kate og William eiga von á þriðja barninu samkvæmt fréttatilkynningu úr Kensingtonhöll í dag. Kóngafólkið á nú þegar hinn fjögurra ára George prins og Charlotte prinsessa er orðin tveggja ára. Segir í fréttatilkynningunni að þau séu öll hæstánægð með þessar góðu fréttir.

Auglýsing

Kate var mjög óglatt með hin börnin tvö og er hún líka að eiga við slíkt hið sama núna. Þarf hún því bara að taka því rólega í höllinni. Talið er að Kate sé komin minna en þrjá mánuði á leið en tilkynningin komi snemma vegna þessara veikindanna. Þegar hún gekk með Charlotte var henni hjúkrað heima.

Auglýsing

Harry prins verður nú lækkaður í tign og er nú kominn í sjötta sæti að krúnunni. Ef barnið verður drengur mun hann ekki fara fyrir ofan Charlotte, en það fékkst bara í gegn árið 2011. Er hann staddur í Manchester í dag og sagðist vera hæstánægður og glaður fyrir þeirra hönd. Svo var hann spurður um Kate en hannsagði: „Ég hef ekki séð hana í einhvern tíma en ég held það sé allt í lagi með hana.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!