KVENNABLAÐIÐ

Saman á ný? Brad og Angie elska enn hvort annað

Samkvæmt gulu pressunni eru Angelina Jolie og Brad Pitt enn ástfangin og vilja sameinast á ný. Nú er liðið um ár síðan stjörnuparið skildi en þau hafa hug á að taka saman á ný. Hafa þau verið að hitta meðferðaraðila og undirgengist meðferðir og ráðgjöf til að endurvekja neistann.

Auglýsing

Kemur þetta fram í Mail on Sunday og ævisagnaritarinn, Ian Halperin sem er að skrifa sögu þeirra, sagði frá því fyrir sjö vikum að hann hefði verið vitni að því þegar parið hittist heima hjá sameiginlegum vini í fyrsta sinn í 10 mánuði og þau höfðu hreinlega „fallið í fang hvors annars.“ „Mörg tár voru felld,“ segir Ian. „Það var allt uppi á borðinu, þau töluði saman í þessu látlausa húsi. Þau ákváðu að byrja upp á nýtt. Þetta var eins og „komdu til Jesú“ fundur sem markaði nýtt upphaf sambandsins.“

Angie og Brad sögðu að þau væru nútíma- Liz Taylor og Richard Burton, þau elskuðu hvort annað og vildu reyna sambandið á ný.

Auglýsing

Það sem gerðist í flugvélinni markaði skilnaðinn því „Angie var mjög, mjög reið yfir því sem gerðist milli Brad og Maddox. Það var algert eitur. Ég hef talað við marga nána þeim sem segja að það sé ótrúlegt að þau séu að reyna aftur. Þau vita samt bæði að þau eru hamingjusamari saman en án hvors annars. Að hreinsa loftið er að sjálfsögðu grundvallaratriði,“ segir Ian að lokum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!