KVENNABLAÐIÐ

Serena Williams búin að eiga stúlkubarn!

Tennisstjarnan Serena Williams og unnusti hennar Alexis Ohanian fagna nú fæðingu dóttur sinnar sem kom heiminn þann 1. september síðastliðinn. Vó hún 3,9 kg og heilsast móður og dóttur vel, en hún kom í heiminn í Palm Beach í Flórídaríki í Bandaríkjunum.

Systir Serenu, Venus Williams, er að slá í gegn í opna bandaríska meistaramótinu í Tennis: „Auðvitað er ég að springa úr spenningi. Orð geta ekki lýst því.“

serrrrr

Auglýsing

Í janúar á þessu ári uppgötvaði Serena að hún væri með barni. Í júní tjáði hún sig við Vanity Fair og sagðist bæði hrædd og spennt, en hún hefði ekki gert neitt fyrir barnaherbergið: „Ég veit ekkert hvað á að gera við barn. Ég hef ekkert…ég hef ekki gert neitt barnaherbergi.“ Einnig opnaði hún sig varðandi meðgönguna: „Ég tók tvö próf og fékk sjokk. Í alvöru, hjartað missti úr slag.“

Við erum þess samt fullviss að Serena fagnar dóttur sinni og getum ekki beðið eftir að sjá myndir!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!