KVENNABLAÐIÐ

„Ef ég hefði gefið honum pela væri hann enn á lífi“

Eins og hver önnur móðir sem er annt um barn sitt vildi Jillian Johnson ekkert annað en það besta fyrir nýfæddan son sinn. Fæddi hún drenginn á sjúkrahúsi sem lagði mikla áherslu á brjóstagjöf og eftir að sonur hennar Landon fæddist setti hún hann á brjóst í hvert einasta skipti sem hann grét.

Þrátt fyrir það var eins og ekkert gæti huggað hann, hann var vansæll, grét stöðugt og vildi drekka. Jillian viðraði áhyggjur sínar við lækna og hjúkrunarkonur en þau sögðu henni að ekkert væri að óttast, hún væri að gera rétt.

Auglýsing
Litli drengurinn
Litli drengurinn

Í dag eru fimm ár síðan Landon litli lést og Jillian hefur látið í sér heyra, til varnaðar fyrir aðrar nýbakaðar mæður. Heldur hún því fram að sonur hennar væri sennilega enn á lífi ef hún hefði gefið honum pela: „Vissir þú að nýfædd börn eiga ekki að gráta stanslaust?“ spyr hún.„Þau eiga að borða, sofa og kúka í bleyjuna sína. Ég hafði ekki eina einustu hugmynd um að hann væri að svelta í hel…bókstaflega,“ skrifar hún.

Þessi saga er óvenjuleg, að sjálfsögðu. Við heyrum samt stöðugt að „brjóstið sé best,“ er það ekki? Það getur verið en ekki allar mæður geta mjólkað þannig að barnið verði satt. Eins og Jillian segir, vildi hún óska að hún hefði hlustað á innsæi sitt og gefið drengnum pela: „Ég lærði af þessu að ég þarf að vera helsti talsmaður barnsins míns, fyrst og fremst.“

Auglýsing

Jillian gaf honum brjóst fyrstu níu tímana í lífi hans en eftir 53 klukkustundir hafði hann misst tæp 10% af þyngd sinni. Þau mæðgin voru send heim eftir að hafa dvalist á spítala í þrjá sólarhringa eftir fæðingu í Bandaríkjunum: „Við fórum með hann heim…og höfðum ekki hugmynd um að innan 12 tíma fór hann í hjartastopp vegna ofþornunar.“

Þau fóru um leið á spítalann þar sem hann var settur í öndunarvél. MRI skanni sýndi heilaskemmdir vegna súrefnisskorts og lágs blóðþrýstings. Foreldrarnir ákváðu að slökkva á öndunarvélinni 15 dögum síðar. Saga þessi vekur flesta foreldra til umhugsunar. Jillian veit nú í dag að ekki er algengt að börn gráti svo mikið. Eldri dóttir hennar var mun rólegri. Þessi saga er viðvörun til allra foreldra. Ef þú sérð og skynjar að barnið er óhamingjusamt og ófullnægt á brjósti, hlustaðu á innsæið.

Þrátt fyrir þrýsting margra að „gefa bara barninu brjóst“ gæti verið að það sé ekki nóg.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!