KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian „sjúklega afbrýðisöm“ út í systur sína Kylie

Það hlýtur að vera erfitt að vera í Kardashian fjölskyldunni. Nú er Kim ekki sátt við alla athyglina sem Kylie Jenner fær með nýjum þætti, Life of Kylie, og snyrtivöruveldi sínu því hún vill vera á undan að verða milljarðamæringur. Það snýst auðvitað allt um slíkt í þessari fjölskyldu og „venjulegt“ fólk á sennilega erfitt með að skilja þetta.

Auglýsing

Þegar raunveruleikaþættirnir Keeping Up With the Kardashians voru fyrst sýndir fyrir áratug síðan var Kim stjarnan og er hún hreint ekki ánægð með alla athyglina sem litla systir er að fá: „Kim er sjúklega afbrýðisöm út í Kylie og velgengni hennar því hún hélt alltaf að hún yrði fyrst þeirra systra að vera milljarðamæringur. Þetta er raunverulegt keppikefli milli systranna,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Life&Style.

feg2

Kim þolir ekki að Kylie var í viðtali með mömmunni, Kris Jenner, utan á Women’s Wear Daily vegna þess hve snyrtivörurnar hennar ganga vel. Síðan í nóvember 2015 hefur fyrirtækið auðgast um 420 milljón dali og er á góðri leið með að verða milljarðafyrirtæki — áður en Kylie verður 25 ára.

Auglýsing

„Núna er Kim ósátt við að Kylie sé að stela þrumunni hennar. Hún er verulega ósátt við samkeppnina. Hún segir að Kardashian veldið sé ekkert án hennar.“

Ástæða þess að Kim er komin með sína eigin snyrtivörulínu, KKW Beauty er að hluta til vegna Kylie og fyrirtækisins hennar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!