KVENNABLAÐIÐ

Fann týnda giftingarhringinn sem gulrót óx innan í

Mary Grams, 84 ára, týndi giftingarhringnum við garðyrkjustörf fyrir meira en áratug síðan. Var hún búin að sætta sig við að finna hann aldrei þar sem hún leitaði að honum allsstaðar án árangurs, en hún hafði gift sig árið 1951.

Mary keypti sér annan minni hring og maðurinn hennar dó án þess að vita að hún hefði týnt honum. Fékk hún vægt sjokk þegar tengdadóttir hennar kom með gulrót til hennar…því hún hafði vaxið innan í hringnum.

Gerðist þetta skondna atvik á sveitabæ í Alberta í Kanada. Hún hélt að þau væru að grínast en barnabarnið hennar rétti henni gulrótina og vissi hún strax hvað þetta var: „Hann er minn! Og passar ennþá!“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!