KVENNABLAÐIÐ

Amma rukkaði dóttur sína um gjald fyrir að passa barnabarnið

Kona nokkur bað um hjálp lesenda þegar móðir hennar gaf út reikning eftir að hafa passað barnabarnið sitt. Konan nefnir sig einungis „Brennd af ömmu“ sendi bréfið á Ask Amy eftir að hafa sent dóttur sína í heimsókn til ömmu sinnar og fékk síðan að greiða fyrir pössun og uppihald á meðan.

Auglýsing

„Ég sendi mömmu 300 dollara (samsvarar um 30.000 ISK) til að ná að greiða allt fyrir dóttur mína á meðan hún var hjá henni. Þegar dóttir mín kom til baka fékk ég reikning upp á tæpar 500 dollara, þ.m.t. bensínið til og frá flugvellinum (45 mín í burtu), lestarmiða til borgarinnar og aðgöngumiða að safni. Þetta var sundurliðaður reikningur,“ skrifar mamman. „Þetta er mjög særandi, sérstaklega í ljósi þess að mamma bjó hjá okkur í fjóra mánuði í fyrra. Við borguðum allt, s.s. ferð til eyjarinnar yfir jólin. Ekkert systkinanna hefur samband við hana því hún er smásálarleg og virðir engin mörk.“

Biður móðirin um hjálp til að leysa þetta mál: „Mér líður sem hún hafi tekið örlæti mínu sem sjálfsögðum hlut. Ég vil ekki hún eyði frekari tíma með barninu mínu, það kostar mig of mikið (bæði fjárhagslega og andlega).“

Auglýsing

Amy hjá samnefndum dálki sagði að kannski hefði amman haft raunverulegar ástæður til að krefjast greiðslanna. Hinsvegar gæti þetta líka verið merki um að hún vildi alls ekki passa nein börn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!