KVENNABLAÐIÐ

Nýja kærastan hans pabba

Móðir stúlku póstaði virkilega áhugaverðum skilaboðum á Facebook eftir að barnsfaðir hennar var kominn með nýja kærustu. Þrátt fyrir að flest hjónabönd hefjist með ómældri gleði geta þau stundum brugðist. Í Bandaríkjunum einum enda 50% hjónabanda með skilnaði.

Allir vita hverskonar vandkvæðum það er háð fyrir lítil börn að vera þeytt milli tveggja heimila alla þeirra barnæsku. Þegar foreldrar fá sér ef til vill nýjan maka, verður allt miklu erfiðara. Við vitum allt um þær ömurlegu sögur en við flytjum nú eina jákvæða til tilbreytingar!

Payton og Kayla
Payton og Kayla

Brittney Johnson var ein af þeim konum sem lenda í að skilja við eiginmann sinn, en ávöxtur þeirra sambands var dóttirin Payton. Brittney póstaði nýlega á Facebook ummælum sem hafa ratað í heimsfréttirnar, en það var þegar hún áttaði sig á að það væri ný kona í lífi Peyton, hjúkkan Kayla.

Auglýsing

Til allra mæðra sem fá kast þegar önnur kona kemur fram við barnið þitt eins og það sé hennar eigin: Af hverju er það ekki nákvæmlega það sem þú vilt? byrjar Brittany á að segja.

Flestar mæður í þessari stöðu gætu hreinlega fengið kast við þessar setningar en í raun er engin ástæða til að viðhalda erfiðum tilfinningum og gömlum vandamálum. Til hvers?

Kayla heldur áfram: „Eina nóttina bað ég þess að guð myndi gefa dóttur minni tvö örugg heimili, þar sem hún mun alast upp á tveimur. Kayla hefur verið stærri gjöf en ég hafði nokkurn tíma ímyndað mér.“

Kayla er hjúkrunarnemi og hefur verið afar góð fyrirmynd fyrir Payton sem fylgist með henni dögum saman, verandi vinnandi við það sem hún elskar ásamt því að vera stjúpmamma.

Brittney segir: „Ég er að ala upp sterka stelpu, klára og yndislega. Ég óska einskis heitar en hún fái fyrirmyndir sem eru til að styrkja það. Takk Kayla fyrir að sýna Payton hvernig elta á drauma sína, hvernig þú vinnur hörðum höndum að markmiði þínu og vakir lengi til að taka próf næsta dag. Takk fyrir að gefa þér tíma til að kenna henni að hjóla og búa til kvöldmat handa henni á þessum annasömu dögum í lífi þínu.“

Auglýsing

Móðir Payton keypti meira að segja hjúkkubúning fyrir dóttur sína til að vera stíl við stjúpmömmuna: „Þú ert raunveruleg fyrirmynd og við erum svo stoltar af þér!“

„Ef þú átt barnsföður og sérð atvik eins og þessi…og það lætur þig ekki brosa – athugaðu hvað er best fyrir barnið þitt! Payton á núna fleiri til að elska, hvað fleira gæti fólk ætlast til? Að vera besta vinkona hennar, vera besta vinkona Kayla. Það tekur heilt þorp að ala upp barn, og ég elska barnið mitt.“

Meira en 100.000 manns hafa lesið og deilt færslunni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!