KVENNABLAÐIÐ

Tveggja barna móðir lést vegna mataræðis í tengslum við líkamsræktarkeppni

25 ára móðir lést vegna stífs mataræðis fyrir líkamsræktarkeppni sem samanstóð einungis af próteinsjeikum og eggjahvítum. Meegan Hefford, sem var að læra að verða bráðaliði, vissi ekki að hún hafði undirliggjandi sjúkdóm sem kom í veg fyrir að líkaminn gæti fullmelt prótein.

mee997

Auglýsing

Meegan frá Mandurah, Ástralíu, sem átti fimm ára son og sjö ára dóttur fannst meðvitundarlaus heima hjá sér af fasteignasala sem ætlaði að meta íbúðina hennar. Var hún flutt á spítalann í skyndi. Læknarnir voru ráðalausir af hverju ung kona sem virtist í góðu formi væri með svo litla heilavirkni. Að lokum hætti heilinn að starfa og hún skildi við.

mee88

Dánarorsökin var „inntaka líkamsræktarvara“ ásamt ógreindum sjúkdómi.

Meegan borðaði próteinríka fæðu, s.s. kjöt og eggjahvítur en hún ætlaði að keppa í næsta mánuði. Móðir hennar sagði að dóttir hennar hafi verið í stífum æfingum, tvisvar á dag. Móðir hennar hafði áhyggjur af henni: „Þú ert of mikið ræktinni, slakaðu á og róaðu þig niður,“ sagði hún við hana. Móðir hennar fann svo miklar birgðir próteindrykkja heima hjá henni eftir andlátið.

mee33

„Ég trúði ekki læknunum þegar þeir sögðu mér að hún væri að deyja. Ég vildi fá tíma til að melta þetta, hún leit ekki út fyrir að vera veik, hún var gullfalleg. Ég vil stífari reglur um þessar vörur, ég veit að annað fólk en Meegan hafa endað á spítala með ofneyslu þessara efna.“

Auglýsing

mee2

Börn Meegan kvöddu móður sína á spítalabeðinu og líffæri hennar voru gefin sjúklingum í neyð. Bjargaði hún fjórum mannslífum eftir andlátið en hjartað, lungun og nýrun voru nothæf. Lifrin var það hinsvegar ekki því sjúkdómurinn lagðist á hana.

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!