KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum barnfóstra Mel B segir loks sannleikann

Lorraine Gilles hefur nú loks svarað fyrir sig í biturri skilnaðardeilu fyrrum kryddpíunnar Mel B og kvikmyndagerðarmannsins Stephen Belafonte. Í réttarhöldum sem nú standa yfir segir Lorraine, 26, að Mel hafi verið við stjórnvölinn þegar koma að því að taka upp klámmyndir með þeim þremur. Sagði hún að henni hafi þótt afar óþægilegt að leika í myndunum og telur hún að hjónin hafi nú þessar myndir undir höndum: „Þessar upptökur vil ég ekki að birtist. Það myndi verða afar óþægilegt fyrir mig og fjölskyldu mína.“

Mel og Stephen
Mel og Stephen

Eins og Sykur hefur greint frá hafði Mel B ásakað hana um að halda við eiginmanninn, orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu. Lorraine hefur verið í sviðsljósinu eftir að Mel, 42, sótti um skilnað við eiginmann sinn til 10 ára í mars síðastliðnum. Einnig ásakar Mel Lorraine og Stephen fyrir að stela af sér peningum. Barnfóstran hefur staðfastlega neitað að barnið sem hún gekk með hafi verið Stephens og vill hún ólm hreinsa nafn sitt – hún sé ekki hjónabandsdjöfullinn sem fólk ásaki hana um að vera.

Auglýsing

Í dómssal sagði Lorraine frá því að þau hafi notið kynlífs, öll þrjú: „Kynferðissamband mitt við Melanie stóð yfir í um sjö ár. Við stunduðum kynlíf öðru hvoru, stundum oft í viku. Ég átti ekki í kynferðissambandi við Stephen nema með leyfi Melanie og var hún þá viðstödd. Hún sagði okkur hvað við ættum að gera. Eða þegar Melanie bauð Stephen að vera með okkur í rúminu og annaðhvort tók hún kynlífið upp eða var með okkur.“

barna5

Lorraine segist ekki hafa haft nein myndbönd af þeim þremur undir höndum – þau geymi Mel sjálf. Lorraine er nú gift og vinnur við þjónustustörf: „Ég hef reynt mitt besta að komast frá þessum tíma og sambandi mínu við Melanie. Ég vildi óska að hún sýndi mér sömu virðingu og ég hef sýnt henni síðastliðin sjö ár. Málssókn mín er núna nauðsynleg þar sem hún reynir að sverta mitt mannorð og dreifa lygum um mig til að hún fái betri skilnaðarsamning.“

Lorraine og eiginmaður hennar
Lorraine og eiginmaður hennar
Auglýsing

Ummæli um Lorraine á netinu eru skelfileg: „Ég hef fengið endalaus bréf og hótanir, móðganir frá fólki um allan heim.“

Þegar Lorraine var 18 ára fór hún til Kaliforníu en hún er þýsk. Hitti hún hjónin á veitingastað í vestur Hollywood og talaði hún þá ekki góða ensku. Eftir nokkra daga bauð Mel henni heim til þeirra og þau stunduðu kynlíf saman. Eftir að hafa verið í hálft ár í Bandaríkjunum fór hún aftur heim til Þýskalands. Mel hringdi og bauð henni barnfóstrustarf til að hugsa um þrjár dætur hennar, þær Madison, Angel og Phoenix. Mel hjálpaði henni einnig að fá atvinnuleyfi.

barnapi4

Hún var svo rekin í september 2016, en hún þénaði um sem samsvarar um 700.000 ISK á mánuði. Við starfslok voru henni afhentar um 3 milljónir ISK.

Segist Lorraine hafa verið með barni en það væri ekki Stephens. Hafi hún átt í einnar nætur gamni með manni og vissi Melanie það vel, því Lorraine trúði henni fyrir því. Einnig hafi hún ekki stundað kynlíf með Stephen í nokkra mánuði. Melanie bókaði tímann fyrir hana í fóstureyðingu, borgaði og bókaði hótel svo hún gæti jafnað sig. Mel heimsótti hana jafnvel með börnin á spítalann.

Eftir þetta héldu þær áfram að sofa saman.

barna22

Þótt sambandið hafi endað á slæmum nótum gaf dóttir Mel henni handskrifaðan miða þar sem á stóð: „Ég skrifa þetta ekki bara fyrir að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir börnin mín, en ég bið þig líka afsökunar.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!