KVENNABLAÐIÐ

Kanye West er á leiðinni á botninn enn á ný

Kanye West hefur ekki mikinn stressþröskuld: Rapparinn er víst ekki að höndla vel það álag sem fylgir því að vera súperstjarna. Á alla kanta má finna ýmislegt sem hefur komið honum úr jafnvægi, s.s. hjónabandsvandræði í einkalífinu sem og tryggingafélagið sem tryggði hann í Saint Pablo túrnum í fyrra en eins og frægt er orðið hætti Kanye við að halda tónleikana eftir að hafa brotnað niður. Neita þeir að greiða honum trygginguna og stendur hann í málaferlum við fyrirtækið.

Auglýsing

Kanye er dauðhræddur um að 20 klukkustunda myndskeið sem tekið var af honum dögum fyrir hið fræga niðurbrot verði gert opinbert, en myndskeið þetta er miðja varnar hans í réttinum. Í því má sjá furðulega hegðun og tal um eiturlyfjaneyslu.

Auglýsing

Þetta hefur líka áhrif á hjónaband hans við Kim: „Kim er bara orðlaus af undrun að sjá hvers konar byrði Kanye er orðinn og hún veit ekki hvað hún á að gera,“ segir nafnlaus heimildarmaður við Radar. Parið á von á sínu þriðja barni en staðgöngumóðir gengur með barnið.

nor

Kanye og Kim eru að skrifa undir kaupmála til að verja hana og hennar eigur vegna málaferlanna sem rapparinn er flæktur í þessa dagana.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!