KVENNABLAÐIÐ

Söngvarinn Aaron Carter kemur út úr skápnum

Ekki í felum lengur: Aaron Carter fór á samfélagsmiðla um helgina og sagði frá því að hann væri tvíkynhneigður. Hinn 29 ára söngvari sagðist loks vera orðinn nógu sjálfsöruggur til að kynna hið eiginlega sjálf fyrir umheiminum go skrifaði hann hjartnæm skilaboð með myndinni:

Eitthvað sem ég vil segja ykkur og er mjög mikilvægt fyrir mig sjálfan og auðkenni mitt sem hefur legið á mér næstum hálfa ævi mína,“ segir hann.

Auglýsing

„Þetta færir mér enga skömm, bara byrði sem ég hef borið í langan tíma sem ég myndi vilja létta af mér. Ég ólst upp í skemmtanabransanum og þegar ég var 13 ára heillaðist ég bæði af stelpum og strákum.“

Hann hugsaði ekki mikið um þetta á unglingsárunum og átti í sambandi við nokkrar stelpur. Þegar hann var 17 átti hann sína fyrstu kynlífsreynslu með karlmanni – einhver sem hann hafði unnið með og alist upp með.

Þrátt fyrir að hafa haldið kynferðislöngunum sínum leyndum næstum allt sitt líf gat hann leitað huggunar í tónlistinni: „Ég hef alltaf haft það að markmiði að vera ánægður, ég vil aldrei valda vonbrigðum,“ og þessvegna hafi hann fundið þörf fyrir að koma út úr skápnum.

Auglýsing

Þrátt fyrir að hafa aldrei átt í opinberu sambandi með karlmanni hefur hann átt í ástarsamböndum við frægar konur á borð við Hilary Duff, Lindsay Lohan og Brooke Hogan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!