KVENNABLAÐIÐ

Einlægt, áður óbirt viðtal við Díönu prinsessu verður sýnt bráðlega

Ný heimildarmynd mun sýna áður óbirt viðtal við hina vinsælu prinsessu Díönu, sem lést langt fyrir aldur fram fyrir tveimur áratugum. Mun viðtalið lýsa persónulegum högum og tilfinningum prinsessunnar, m.a. segir hún: „Foreldrar mínir sögðu aldrei að þeir elskuðu mig.“

Auglýsing

Viðtölin áttu sér stað árið 1992, fimm árum fyrir andlát hennar. Díana talaði við breska leikarann Peter Settelen, sem ráðinn var til að hjálpa henni við að koma fram opinberlega. Í viðtalinu segir hún frá sínu einkalífi og sambandi hennar við Charles. Heimildarmyndin mun verða sýnd á Channel 4 í Bretlandi von bráðar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!