KVENNABLAÐIÐ

Konan sem getur ekkert borðað: Myndband

Fyrrum fyrirsætan, Lisa Brown, þjáist af mjög sjaldgæfum sjúkdómi sem mun valda því að hún sveltur til bana. Lisa er 32 ára og vegur ekki meira en 40 kíló. Hún getur ekki innbyrt mat, jafnvel í fljótandi formi, án þess að kasta upp eða finna til mikils sársauka eða ógleði. Árið 2013 var Lisa greind með Superior Mesenteric Artery Syndrome (SMAS), sjúkdóm sem leggst á garnæðakerfið sem gerir líffærunum ókleift að halda mat niðri. Einungis um 400 núlifandi einstaklingar þjást af þessum sjúkdómi og er engin lausn í sjónmáli.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!