KVENNABLAÐIÐ

Dásamleg hugrakkur bjútíbloggari: Myndband

Þó Michaela Davert sé tæpur metri á hæð stöðvar það hana ekki að hafa ómældan áhuga á tísku og förðun. Michaela hefur sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að bein hennar geta brotnað við minnsta rask. Hún er 18 ára gömul frá Michigan í Bandaríkjunum og er nú að hasla sér völl sem bjútíbloggari á YouTube.

Auglýsing

Michaela hefur yfir ævina brotið 90 bein og átti hún erfitt með að ganga í skóla. Í dag hvetur hún ungar stúlkur til að horfa á meira en bara útlitið og sýnir að fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum. Hún á stóran aðdáendahóp, enda ekki skrýtið – hún er alveg yndisleg!