KVENNABLAÐIÐ

Þurfti aðstoð lögreglu til að hætta með kærustunni

Elti lögreglubílinn sem tók kærastann í burtu: Hin 29 ára Kirsty Hargreaves brást ókvæða við þegar kærastinn bað um lögreglufylgd af heimilinu. Hún stökk upp í bílinn sinn og elti lögreglubílinn sem flutti kærastann, Michael Mowforth, í öruggt skjól.

Gerðist atvikið í Yorkshire, Englandi. Á leiðinni á lögreglustöðina olli hún miklu uppnámi í umferðinni, keyrði yfir línur á götunni, braut umferðarlög og ók upp við hlið lögreglubílsins. Fyrir rétti sagðist hún hafa ekki viljað að Michael færi. Endaði eltingaleikurinn á því að hún klessti aftan á bílinn. Lögreglukona kom út úr bílnum og fékk högg á brjóstið frá Kirsty sem reyndi að elta kærastann á stöðina.

Auglýsing

astarsjúk

Kirsty viðurkenndi allt fyrir dómi. Hún fékk 10 mánaða fangelsisdóm og ökuskírteinið var tekið af henni í 18 mánuði.

Lögreglan var kölluð að heimili þeirra eftir að Kirsty sagði Michael hafa ráðist á sig. Hann var færður í bílinn og Kirsty hringdi svo í lögregluna og sagðist hafa logið. Michael sagði við lögregluna að hann þyrfti hjálp að komast frá henni: „Hann var í miklu uppnámi og lögreglan vildi hjálpa honum og reyna að finna athvarf fyrir hann,“ sagði saksóknari. „Þá trylltist hún og bað hann að fara ekki. Hann bað lögregluna um vernd og þá hófst eltingaleikurinn.“

Auglýsing

Verjandi hennar sagði: „Allt sem hún var að reyna var að halda í kærastann og reyna að fá hann til að fara ekki frá henni. Samband þeirra var mjög mikið ástar/haturssamband í lengri tíma. Þau búa ekki lengur saman en eru góðir vinir.“

Parið hefur nú gert upp sakirnar og ætlar Michael að heimsækja Kirsty meðan hún situr inni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!