KVENNABLAÐIÐ

Eiginkona bannaði manni sínum að sofa í svefnherberginu og hann dó í sófanum

Ekkja sem missti manninn sinn eftir að hafa átt við hann óvægin orðaskipti og skipaði honum að sofa á sófanum hefur mikilvæg skilaboð til allra para: Ekki fara að sofa ósátt. Ashley Murray (33) hefur þó ekki þurft að syrgja lengi því tveimur mánuðum seinna hefur hún fundið ástina á ný….með bróður mannsins.

Chris og Ashley
Chris og Ashley

 

Ashley og Mikey (36) sem vann við teppaþrif rifust um hversu lengi hann þurfi alltaf að vinna frameftir, en hann var nýkominn heim eftir 16 tíma vakt. Eftir rifrildið skipaði Ashley, þriggja barna móðir, Mikey að sofa á sófanum en þegar hún vaknaði daginn eftir var hann látinn.

Auglýsing

Ashley vinnur sem förðunarfræðingur frá Somerset, Englandi, sagði að í krufningarskýrslu sagði að hann hefði kafnað í svefni en skýringin væri ófullnægjandi. Seinna komst hún að því að hann hefði verið að vinna til að safna fyrir ferð þeirra til Prag til að halda upp á brúðkaupsafmæli þeirra – hann ætlaði að koma henni á óvart þann 3. júlí síðastliðinn.

Mikey og Ashley
Mikey og Ashley

Í dag hefur Ashley fundið ástina á ný í örmum yngri bróður hans Chris, en þau urðu náin eftir að Mikey lést: „Chris og Ashley hafa gengið í gegnum margt saman og þau hafa fundið huggun hjá hvort öðru. „Það er skrýtið hvernig eittthvað hræðilegt verður til þess að búa til eitthvað fallegt – þau eru mjög hamingjusöm saman. Þau hafa orðið fyrir ýmsum árásum vegna þess þau hafa tekið saman en það breytir ekki því hvernig Ashley leið varðandi Mikey,“ segir vinur parsins í viðtali við The Sun.

„Chris hefur stutt hana í miklum mæli og er góður við krakkana. Fyndið hvernig hlutirnir æxlast stundum.“

Mikey með börnunum
Mikey með börnunum

Ashley deildi myndum af sér og Chris á samfélagsmiðlum með bleikum hjörtum. Svaraði hann skilaboðunum með þremur rauðum hjörtum fyrir neðan. Ashley hefur breytt sambandsupplýsingunum á Facebook til að sýna að þau séu í sambandi en Chris póstaði virðingarvotti við látinn bróður sinn með tattoo-inu BRO á hnefunum.

Auglýsing

Ashley sagði einnig á Facebook: „Mikey var svo ástríðufullur, hann labbaði inn í herbergi og ef einhver var óhamingjusamur reyndi hann að hressa þann hinn sama við. Hann elskaði fjölskylduna sína og vildi að krakkarnir byggju við allt það sem hann hafði ekki Hann vann hart að þessu markmiði. Hann vann 16 tíma vaktir, sjö daga vikunnar til að hann gæti safnað fyrir ferð til Disney á hverju ári. Hann var örþreyttur en vildi gera allt til að láta okkur brosa.“

Segir Ashley einnig að vinnan hafi verið að sliga hann því hann hafi verið ofboðslega þreyttur og verið að ganga of hart að sjálfum sér – heilsan hafi beðið þess hnekki.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!