KVENNABLAÐIÐ

Blac Chyna fær nálgunarbann á Rob Kardashian

Blac Chyna fékk í gegn tímabundið nálgunarbann á barnsföður sinn, Rob Kardashian. Kemur það í kjölfar þess að hann brást reiður við að hún væri að sofa hjá öðrum karlmönnum og birti myndir á Instagram sem teljast hefndarklámmyndir.

Auglýsing

Blac (29) mætti fyrir rétti í Los Angeles með lögfræðingi sínum, Lisu Bloom, en Rob var hvergi að sjá. Lögfræðingur hans er Robert Shapiro, sem var þekktur vegna O.J. Simson réttarhaldanna.

Auglýsing

Fyrrum parið á hina 8 mánaða gömlu Dream. Eiga Blac og Rob að hittast í réttarhöldum þann 8. ágúst næstkomandi. Eins og áður hefur verið greint frá póstaði Rob myndum af Blac á Instagramsíðu sinni í síðustu viku í reiðiskasti. Hann eyddi svo myndunum. Blac hefur réttilega sagt í viðtali við Good Morning America að hún hafi verið „svikin“ og „eyðilögð“ eftir að fyrrverandi framdi slíkt athæfi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!