KVENNABLAÐIÐ

Svona leit Blac Chyna út áður en hún varð fræg

Blac Chyna hefur verið heldur betur í umræðunni undanfarna daga eftir að Rob Kardashian, hennar fyrrverandi, birti hefndarklámmyndir af henni sem síðan var eytt. Var hann eitthvað ósáttur við að hún væri komin með nýja(n) elskhuga en ef hún kærir gæti hann endað í fangelsi.

blac

Blac Chyna var fædd Angela Renée White þann 11. maí árið 1988 í Washington, D.C. Fór hún í Henry E. Lackey menntaskólann í Maryland og svo í Johnson and Wales háskólann í Miami.

Auglýsing

blac222

Blac fór að strippa meðfram námi í Miami þegar hún var 18 ára. Hún kom fram í Diamonds klúbbnum undir dulnefninu „Cream.“

Árið 2010 var gott fyrir Blac Chyna því hún fékk forsíðu tímaritsins Dimepiece ásamt myndaþáttum í Straight Stuntin’ og Black Men. Var hún kosin fyrirsæta ársins árið 2011 af Urban Model Awards og sat fyrir í tímaritunum Urban Ink, XXL og Smooth Girl.

Auglýsing

blac83

Einnig var Blac í myndbandi Kanye West sem tvífari Nicki Minaj, lagið var Monster. Svo lék hún í myndbandi Tyga (sem er fyrrverandi Kylie Jenner) við lagið Rack City. Þar urðu hún og Tyga ástfangin og þau eignuðust dreng saman, King Cairo árið 2012.

blac333

bla33

Árið 2013 varð Blac förðunarfræðingur og útskrifaðist frá JLS Professional Makeup Artist skólanum. Seinna sama ár sendi hún frá sér augnháralínu og fatalínuna 88 Fin.

blac934

Blac Chyna og Tyga hættu saman í október árið 2014 og sagt var að hann hefði haldið framhjá henni með Kylie en ekkert er vitað í þeim efnum.

blac99

Blac hefur oft verið handtekin. Hún er með 20 sektir á sínu nafni í Maryland, og var handtekin árið 2008 fyrir hraðakstur. Í janúar árið 2016 var hún handtekin fyrir að vera drukkin á flugvellinum í Austin, Texas og einnig fyrir að hafa eiturlyf undir höndum (sagt var að það hefði verið alsæla). Lögregluskýrslur segja að hún hafi verið óútreiknanleg í hegðun: „frá því að vera mjög reið, bölvandi öllu, svo fór hún að gráta.“

blac897495

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!