KVENNABLAÐIÐ

Persónuleikapróf: Hvernig eru línurnar í lófa þínum?

Að lesa í lófa eru aldargömul vísindi sem mörgum finnst ágætis dægradvöl. Oft er sagt að hægt sé að lesa í framtíðina með því að horfa í lófa fólks. Lófalesarinn einblínir á ákveðnar línur í lófanum sem hann telur að hafi ákveðnar tengingar og meiningar. Línan sem liggur frá miðju lófans og út að enda, fyrir neðan litla fingur, er talin ákvarða ástarlíf viðkomandi og hvernig hann tjáir ást sína.

Auglýsing

Ef þú vilt vera með í þessu litla prófi leggurðu lófana saman líkt og á myndinni hér að ofan. Hér að neðan geturðu svo lesið hvað það þýðir!

palm vinstri hærri

Lína vinstri handar er hærri en þeirrar hægri

Þessir einstaklingar trúa ekki að ástin sé nauðsynlegur þáttur í lífi fólks til að vera hamingjusamt, þeir eru fullkomlega sáttir að vera einir. Af þessari ástæðu eru þeir tilbúnir að bíða lengi til að finna „réttu“ manneskjuna í stað þess að drífa sig í samband til að forðast einmanaleika. Þeir heillast af fólki sem er öðruvísi en þeir – þeir laðast að miklum aldursmuni (kjósa oft yngri maka) eða fólki af ólíkum menningarstofni. Þeir eru sjálfsöruggir og komast yfir erfiða hjalla í lífinu og er tilbúnir að leggja mikið á sig til að vinna í sambandi, telji þeir að það sé rétt.

palm sama

Ástarlínur mætast/eru jafnar

Þessir einstaklingar taka ástinni mjög alvarlega og vilja helst vera í traustum langtímasabönum. Þeir eru ekki hræddir við tímann, orkuna og hollustuna sem sambandið krefst, þeir eru meira en tilbúnir að berjast fyrir því sem þeir telja vera rétt. Þeir eru mjög rökvísir og vilja hafa fasta rútínu og þola illa þegar eitthvað breytist, sérstaklega á síðustu mínútu. Þeir eru kærleiksríkir og það er auðvelt að nálgast þá. Þeir hugsa oft um þá sem minna mega sín í samfélaginu.

Auglýsing

palm vinstri lægr

Lína vinstri handar er lægri en þeirrar hægri

Ef þú ert með ástarlínuna svona ertu gömul sál. Þú ert vitur og góð manneskja með einstaka sýn á lífið. Þú fylgir engri tísku í einu eða neinu og býrð til þínar eigin reglur sem sumum kann stundum að þykja furðulegar! Þú hefur sjaldan rangt fyrir þér. Þessir einstaklingar heillast oft af eldra fólki en þeir eru, bæði vinum og elskhugum. Þeir virðast oft eldri en þeir eru, slík er viska þeirra.

Heimild: BrightSide

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!