KVENNABLAÐIÐ

Húsreglur móður fyrir 18 ára dóttur vekja mikið umtal

Voru foreldrar þínir strangir þegar þú varst yngri? Mikill munur er að sjálfsögðu á uppeldisaðferðum milli fjölskyldna en að vera strangt foreldri þarf ekki endilega að þýða að börnin verði heilbrigðari eða þeim líki betur við það.

Móðir nokkur í Ástralíu birti húsreglur fyrir 18 ára dóttur sína á netinu og hafa þær vakið mikla athygli og finnst mörgum móðirin vera heldur ósanngjörn.

Auglýsing

Hér er það sem hún ætlast til af dóttur sinni:

REGLUR HÚSSINS

Við ætlum að framfylgja þessum reglum og ef þú ferð ekki eftir þeim og ert ekki ánægð með hvernig VIÐ stýrum heimilinu OKKAR geturðu fundið þér annan stað til að búa á…(PS NEI við erum ekki að henda þér út, en það verður þitt val ef þú getur ekki farið eftir þessum einföldu reglum)

Á þeim dögum sem þú ert EKKI að vinna, muntu fara fram úr klukkan 10…farðu á fætur, borðaðu, klæddu þig, fáðu þér líf…(farðu í göngutúr, fáðu þér áhugamál) EKKI MEIRA AF ÞVÍ AÐ SOFA ALLAN DAGINN.

Á þeim kvöldum þegar ég og pabbi þurfum að fara í vinnu daginn eftir (sunnudaga-fimmtudaga) verður ÞÚ komin heim klukkan 22:30.

Ef þú kýst að fara út um helgar og koma heim eftir miðnætti, þarftu að finna þér annan stað til að gista á (það er ekki sanngjarnt gagnvart okkur að við vöknum þegar þú kemur heim seint á kvöldin og snemma á morgnana).

Á dögum sem þú vinnur – ruslið verður að fara út áður en þú ferð í vinnu

Þú munt þrífa baðherbergið – EINU SINNI í viku almennilega

Þú MUNT halda herberginu þínu hreinu – Þetta er OKKAR hús og okkar val hvernig við viljum að ALLT líti út

Þú VERÐUR heima milli 17 og 18:30 á hverju kvöldi mán-fim (þegar þú ert EKKI að vinna) og hjálpar til við að útbúa kvöldmatinn og tekur ALLT rusl út. Svo máttu fara út með vinum þínum til klukkan 22:30 ef þú vilt.

hugsregl

Margir hafa hváð við að lesa slíkar reglur fyrir 18 ára unga konu: „Ef ég væri átján ára myndi ég hata foreldra mína fyrir að tala svona við mig,” segir einn Facebooknotandi í ummælum.

Auglýsing

Móðirin var í viðtali við Sunshine Coast Daily og sagði að reglurnar væru tilkomnar vegna slæmrar hegðunar: „Við elskum dóttur okkar í ræmur en þessar reglur eru tilkomnar vegna slæmrar hegðunar: „Við elskum dóttur okkar í ræmur en síðan hún fékk bílprófið hefur hún versnað og versnað. Það er ekkert að því að dóttir okkar eigi félagslíf en hún verður að virða reglur fólksins sem hún býr með.”

Hvað finnst þér?