KVENNABLAÐIÐ

Camilla Parker Bowles segir Díönu prinsessu hafa hótað að myrða hana

Camilla Parker Bowls, eiginkona Charles Bretaprins, er nú í mun að sýna sig í öðru ljósi en sem hjónabandsdjöfullinn í nýrri ævisögu. Í henni segir m.a. að Díana prinsessa heitin hafi hringt í hana, fylgst með henni og hótað henni dauða.

Höfundur bókarinnar, Penny Junor, á að hafa tekið viðtöl við vini Camillu en flestir telja að hún sé eingöngu málpípa Camillu sjálfrar. Það sem er helst stuðandi við bókina eru ásakanir hennar að velska prinsessan hafi hreinlega lagt aumingja Camillu í einelti á meðan hennar eigin hjónaband við Kalla var að deyja drottni sínum síðari hluta níunda áratugarins og fyrri hluta tíunda.

Auglýsing

Camilla er sannfærð um að Díana hafi verið í einhverskonar allsherjar samsæri gagnvart sér og Charles. Hafi hún því haft samband við einkaritara Camillu, Patrick Jephson, og hafi hún skilið eftir eftirfarandi skilaboð á símsvaranum til Charles þegar hann var að hitta hana: „Við vitum hvar þú ert og konan þín veit það einnig. Ég veit þú ert mér ótrúr.“

Segir Camilla að Díana hafi einnig áreitt einkaritara Charles, Richard Ayland, og hafi veist að eiginkonu fyrrum elskhuga hennar, Oliver Hoare, með því að hringja og þegja í símann.

Auglýsing

Díana átti að hafa hringt í Camillu á ólíklegustu tímum og sagt: „Ég er búin að senda einhvern til að drepa þig. Þeir eru núna í garðinum þínum. Kíktu út um gluggann. Sérðu þá?“

Ekki er vita hvað sonum Díönu heitinnar finnst um bókina, þeim Harry og William, en engi opinber yfirlýsing hefur borist frá Buckinghamhöll.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!