KVENNABLAÐIÐ

Brúður bað brúðarmeyjarnar að hjálpa sér að kaupa brúðarkjólinn

Það er vissulega ekkert leyndarmál að brúðkaup kosta skildinginn, jafnvel þó það sért ekki þú sem ert að fara að gifta þig. Þessi saga er þó sú svakalegasta sem við við höfum heyrt.

Brúðarmey nokkur hefur sagt sögu sína nafnlaust á netinu og er fólk hreinlega gapandi. Brúðurin hafði fundið þennan ótrúlega brúðarkjól, hann var fullkominn, nema hvað hann kostaði 10,500 dollara sem samsvarar 1,1 milljón íslenskra króna: „Í fyrstu hélt ég að Carol væri full kappsöm.“ Brúðarmeyjan, ein af sjö, var fengin til að finna og hjálpa með ýmislegt, allt frá farða upp í borðskreytingar. Þegar brúðurin sendi henni tölvupóst og bað hana um að gera verðsamanburð á brúðartertum var brúðarmeyjan búin að fá sig fullsadda: „Ég fann blóðið í mér sjóða. Var henni alvara? Ég er í fullri vinnu, í alvöru talað,“ skrifar hún á mamamia.com.au.

Auglýsing

Það var þó ekki allt, því ástandi versnaði. Eftir þriggja vikna búðarferðir með öllum hópnum fann brúðurin draumakjólinn. Hann kostaði tvisvar sinnum það sem hún hafði ætlað sér að borga. Vinkonurnar sögðu samt að hún ætti nú eiginlega að kaupa hann, hún væri nú að fara að gifta sig. Brúðurin lét til leiðast og keypti kjólinn.

Svo kom annar tölvupóstur: Framlag brúðarmeyjanna til kjólsins. Í honum útskýrir brúðurin að brúðhjónin tilvonandi séu komin langt fram úr kostnaðaráætlun og hvort þær gætu hent 150 dollurum hver inn á reikninginn hennar (um 15.000 isk).

Auglýsing

Brúðarmeyjan – sem nú þegar hafði greitt um 60.000 krónur fyrir sinn kjól og einnig borgað fyrir gæsunina – varð brjáluð: „Bankareikningurinn minn var nú þegar búinn að þola mikið högg út af brúðkaupinu hennar, og nú þetta?“ Hún svaraði ekki þessum pósti en sá að þrjár brúðarmeyjanna höfðu ákveðið að leggja inn á hana.

Þessi saga hefur engan endi, en má áætla að þessi ágæta kona hafi hugsað sinn gang varðandi vinskap sinn við brúðina. Brúðkaup eru auðvitað yndisleg og skemmtileg….þar til þú þarft að borga fyrir draum einhvers annars…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!