KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að leikarinn Richard Gere mun aldrei leika aftur í Hollywoodmynd

Myndir sem gerðu Richard Gere frægan voru m.a. American Gigolo, An Officer and a Gentleman, Pretty Woman and Chicago. Ekki reyna að segja okkur að einhver þessara mynda hafi ekki haft áhrif á þig!

Í tvo áratugi var Richard Gere einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood og þó hann hafi verið auðmjúkur gagnvart því var hann talinn kyntákn síns tíma af konum víðsvegar um heiminn. Leikarinn sem átti metsölumyndir hvað eftir annað hefur þó ekki leikið í metsölumynd árum saman. Hann er orðinn 67 ára gamall og lék síðast í stórri mynd árið 2008, Dr. Paul Flanner í kvikmyndinni Nights in Rodanthe, sem byggð var á skáldsögu með sama nafni eftir höfundinn Nicholas Sparks.

Auglýsing

Gere hefur þó ekki sagt skilið við leiklistina hefldur hefur leikið mikið í sjálfstæðum „indie“ myndum og meira en áratugur er síðan hann átti metsölumynd.

Leikarinn hefur þó gefið upp ástæðu þess að hann hefur verið minna áberandi en áður og ástæðan kann að koma á óvart, eins og kemur í ljós í viðtali við Hollywood Reporter: „Það er ástæða þess að ég hef ekki leikið í myndum undanfarið. Það er vegna þess að Kínverjarnir spyrja: „Nei, mynd með þessum. Ekki honum!“

Richard trúir því að Kínverjar hati hann vegna deilna við Tíbet og vinskap hans við Dalai Lama og það sé ástæða þess að færri vildu sjá kvikmyndir með honum í aðalhlutverki. Richhard er þó ötull talsmaður mannréttinda í Tíbet og segir ástandið skelfilegt.

Auglýsing

Leikaranum er bannað að koma til Kína vegna þessa og flutti hann ræðu á Óskarsverðlaunaafhendingunni árið 1993 þess efnis: „Ég átti í deilum því einhver vildi ekki fjármagna mynd því það myndi koma Kínverjum í uppnám,“ sagði hann. „Það var eitthvað með kínverskan leikstjóra – tveimur vikum áður en við ætluðum að hefja upptökur hringdi hann og sagði: „Því miður, ég get ekki gert þetta.“

Ef leikstjórinn hefði samþykkt að gera mynd með Gere hefði honum verið bannað að aftur til Kína og allri fjölskyldu hans einnig.

Richard Gere tekur þetta þó ekki nærri sér: „Ég hef leikið í svo stórum myndum að ég hef efni á að leika í smærri myndum núna.“

Leikarinn er með tvær stórar myndir í bígerð:  The Dinner og Norman, þar sem hann leikur með Michael Sheen og Steve Buscemi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!