KVENNABLAÐIÐ

Lögreglan varar við „suðrænum og tunguliprum“ sölumönnum

Fréttatilkynning lögreglu: Á dögunum varaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fólk við vingjarnlegum, erlendum sölumönnum sem buðu vandaðan fatnað til sölu á mjög hagstæðu verði, en grunur lék á að varningurinn væri ekki í þeim gæðaflokki sem fullyrt var. Um helgina var tilkynnt um tvo suðræna sölumenn sem buðu ámóta kostakaup, en líklegt þykir að um sömu menn sé að ræða.

Auglýsing

Sá sem tilkynnt um þetta keypti af þeim gæðajakka, sem síðar kom á daginn að var trúlega alls enginn gæðajakki og því gerði viðkomandi ekki kjarakaup, heldur þvert á móti. Auk þess að vera suðrænir í útliti eru þessir sölumenn sagðir einkar tunguliprir, en til þeirra hefur sést á bifreiðastæðum við stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að fólk hafi þetta hugfast ef því býðst fatnaður til sölu með þessum hætti.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!