KVENNABLAÐIÐ

Tristan Thompson hættur við að kvænast Khloé Kardashian

Íþróttastjarnan Tristan Thompson hefur víst bakkað út úr brúðkaupsáætlunum þeirra Khloé Kardashian eftir mikið rifrildi á dögunum. Þrátt fyrir að raunveruleikastjarnan Khloé hafi sagst hætta við að sjónvarpa brúðkaupinu í KUWTK var það víst til einskis.

Kris Jenner sá sér að sjálfsögðu hagnaðarvon fyrir þættina að taka allt upp og leyfa öllum að fylgjast með. „Khloé og Tristan hafa talað mikið um brúðkaup en nú er allt sem hún var búin að ákveða farið út um gluggann,“ segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við Life&Style.

Auglýsing

Þetta hlýtur að vera áfall fyrir Khloé sem nýlega hætti að taka pilluna en svo kom í ljós að hún gæti verið ófrjó.

Einnig sagði hún í þættinum: „Ég og Tristan höfum talað um að stofna fjölskyldu. Hann vill eiga fimm eða sex börn með mér svo það er æðislegt. Við myndum byrja á einu og svo vaxa í takt. Vitandi það þó að ég er ekki á pillunni hræðir mig. Það er virkilega stórt skref.“

Auglýsing

Á meðan Khloé er áfram óheppin í ástum er eldri systir hennar tilbúin að stækka sína með Kanye West og hafa þau fundið staðgöngumóður þar sem Kim á erfitt með að ganga með börn: „Kim og Kanye hafa fengið staðgöngumóður og eru spennt að gefa krökkunum systkini. Hún saknar þess að hafa ungabarn í fjölskyldinni. Þau hafa leitað lengi og hafa nú fundið hina fullkomnu staðgöngumóður.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!