KVENNABLAÐIÐ

Erfiðir tímar hjá Michael Douglas og Catherine Zeta Jones

Ekki hefur mikið frést af stjörnuparinu Michael Douglas og Catherine Zeta Jones að undanförnu. Parið er vissulega að ganga í gegnum erfiða tíma þessa dagana þar sem sonur Michael, Cameron Douglas, hefur komist í kast við lögin…eina ferðina enn. Að þessu sinni braut hann skilorð og náðist með marijúana í fórum sínum, aðeins þremur mánuðum eftir að hafa setið inni í sjö ár bak við lás og slá.

Auglýsing
Cameron Douglas
Cameron Douglas

Samkvæmt dómsskjölum sem People greindi frá, sakaði rannsóknaraðili vegna lyfjaprófsins leikarann sem er nú 38 ára um að „reyna að hafa áhrif á útkomuna“ og sagði hann að rannsóknarniðurstöðurnar „sýndu eitthvað sem var ekki í þvagi hans.“
Því var prófað aftur en niðurstöður prófsins voru jákvæðar.

Einnig sést í dómsskjölunum að skilorðsfulltrúar hans höfðu samúð með honum og sögðu dómaranum að „fall væri eingöngu hluti af bataferlinu.“

Við myndum vilja gefa Mr. Douglas tækifæri til að taka þátt í samfélaginu til að sjá hvernig honum reiðir af, sagði einn skilorðsfulltrúanna.

zeta3

Cameron sem lék í It Runs In The Family sýndi mikla iðrun og sagði að hann hefði engan áhuga á að falla: „Ég vil segja ykkur að síðan ég kom út hef ég unnið mikið í sjálfum mér og ég sé ekki fyrir mér að þetta geti gerst aftur,“ sagði hann við réttarhöldin.

Auglýsing

Cameron Douglas var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa heróín undir höndum og að selja metamfetamín. Dómurinn var síðan þyngdur um tvö ár þegar ólögleg efni fundust aftur á honum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!