KVENNABLAÐIÐ

Hundurinn sem fer aleinn í strætó í uppáhalds garðinn sinn

Eclipse er einstaklega greind og flott tík! Eclipse býr í Seattle, Bandaríkjunum og fer á hverjum degi í uppáhalds garðinn sinn…ein í strætó! Allir strætóbílstjórarnir þekkja hana og hún situr í strætó eins og mannfólkið. Tiona Rainwater er „ferðafélagi hennar oft í strætó og segir í viðtali við sjónvarpsstöðina KOMO: „Hún gerir alla glaða. Hvernig er annað hægt en að elska þetta andlit?“

Auglýsing

ec1

Ævintýrið hófst þegar Eclipse, sem er blanda af labrador og mastiff, ætlaði í garðinn með eiganda sínum, Jeff Young. Hann var of lengi að klára sígarettuna sína þannig hún fór í strætóinn sem skildi Jeff eftir. Svo eftir fjórar stoppistöðvar fór hún sjálf út og þar fann hann hana. Síðan þá veit eigandi hennar að það er ekkert mál fyrir hana að fara sjálf – hann fer svo sjálfur þegar hann kemst!

eclip

Auglýsing

Sumir segja að hundurinn ætti að vera í ól (það eru sennilega árhundruð þar til þetta yrði leyft á Íslandi…) en Eclipse er með nafnspjald og allir þekkja hana og elska. Hún er aldrei með neitt vesen, hún gleður bara fólk og bílstjórarnir elska hana.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!