KVENNABLAÐIÐ

Madonna komin með nýjan, aðeins eldri kærasta

Söngkonan Madonna hefur skipt út kynþokkafulla kærastanum sínum, Aboubakar „Brooklin” Soumahoro (26) sem hafði búið með henni í heilt ár. Hún lét Brooklin pakka saman dótinu sínu og flutti aðra fyrirsætu inn í lúxussvítuna sína á Manhattan, Kevin Sampaio (31).

Brooklin til vinstri, Kevin til hægri
Brooklin til vinstri, Kevin til hægri
Auglýsing

Brooklin sem er fyrirsæta frá Fílabeinsströndinni taldist vera „leikfang“ Madonnu, en gárungarnir fengu þó tusku í andlitið þegar sambandið entist í ár. Hann bjó með henni í ár og var mjög náinn börnunum hennar. Reyndi hann einnig að vera „foreldri“ sem reyndi á þolrif allra.

Madonna og Justin Bieber ræða stefnumót og aldur:

madonna lov

Einnig var Madonna í ljótri forræðisdeilu vegna elsta sonar síns, Rocco, við föður hans, breska leikstjórann Guy Ritchie. Það hjálpaði víst ekki til.

Auglýsing
Sean Penn til vinstri, Guy Ritchie til hægri
Sean Penn til vinstri, Guy Ritchie til hægri

Madonna hefur verið iðin við kolann að fá sér nýja karlmenn, s.s. Alex Rodriguez (sem nú er að hitta Jennifer Lopez), Dennis Rodman, Warren Beatty og Sean Penn. Hún hitti Brooklin í partý í London fyrir nokkrum árum og varð undir eins ástfangin.

Madonna og Kevin (hvor er hvað?!)
Madonna og Kevin (hvor er hvað?!)

„Madonna vildi ekki gera samband sitt við Kevin opinbert af því hún var að kynnast honum og hún vildi vita hvort hún gæti treyst honum,“ segir nafnlaus heimildarmaður við Radar. „Henni var komið skemmtilega á óvart þegar hann hljóp ekki með sambandið í blöðin og hélt sambandinu út af fyrir sig.“

madonna love 4

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!