KVENNABLAÐIÐ

Löggan leysti upp partý Axl Rose og Tom Jones

Ólíklegt teymi rokkarans Axl Rose og hjartaknúsarans Tom Jones var leyst upp af lögreglunni um sex leytið í gærmorgun í London. Hávaði var ástæðan, en Axl hafði verið að syngja með Guns N’ Roses fyrr um kvöldið á London Stadium. Gamla rokkkempan er orðinn 55 ára og Tom Jones er 77 ára.

Auglýsing

Fyrrum eiginmaður fyrirsætunnar Kate Moss var einnig á staðnum en partýið var haldið í flottum næturklúbbi, Chiltern Firehouse.

axl2

Venjulega lokar barinn um þrjúleytið en fengu stjörnurnar að vera eitthvað lengur. Reynt var að róa kappana um 4:30 og það var ekki fyrr en nágrannar hringdu á lögreglu að staðnum var lokað einum og hálfum tíma síðar.

axl3

Auglýsing

Var boxbardagi í gangi sem sýndur var kl. 4:20 að breskum tíma. Axl var mjög heitt í hamsi því hann hélt með bandaríska boxaranum.  Þegar lögreglan kom reyndi bareigandinn að bera fyrir sig að þetta væri einkapartý en kapparnir voru sendir heim klukkan sex.

a jamine

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!