KVENNABLAÐIÐ

Ása Elínar spilar á Secret Solstice – komin fimm mánuði á leið!

Nýjasta og flottasta stjarna okkar Íslendinga, Ása Elínar, var að gefa út nýtt lag og er afar spennt að spila á Secret Solstice hátíðinni sem fram fer núna um helgina. Ása mun spila á Gimla kl 18 á sunnudeginum og getur ekki beðið eftir að taka þátt í einni stærstu tónlistarhátíð Íslands, þó hún sé komin um fimm mánuði á leið! Ása á að eiga í lok október en nýja platan hennar kemur út um miðjan ágústmánuð. Ása er þó hvergi af baki dottinn og ætlar að fylgja eftir plötunni og ótrúlegum vinsældum hennar þó hún sé að eignast sitt þriðja barn.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!