KVENNABLAÐIÐ

Eva Mendes segir joggingbuxur aðalástæðu skilnaðar í Bandaríkjunum

Ekki búast við að sjá leikkonuna Evu Mendes nokkurn tíma í joggingbuxum! Hin nýbakaða móðir er í sambandi með hjartaknúsaranum Ryan Gosling og gefur hún konum góð ráð í nýju viðtali við Extra TV: „Þið getið ekki verið í joggingbuxum…stelpur, aðalástæða skilnaðar í Bandaríkjunum eru joggingbuxur, joggingbuxur, nei! Ekki einu sinni heima við.“

eva end

Auglýsing

Eva lýsir svo sínum persónulega fatastíl og segir hann „kvenlegan,“ áður en hún talar um móðurhlutverkið og kærastann og auðvitað Esmeröldu sem er sex mánaða: „Hún er loksins farin að sofa alla nóttina, en allar nætur veistu ekki hvað gerist, ef hún sefur svo alla nóttina heldurðu stundum að eitthvað sé að.“

Eva varð fyrst móðir í september 2014, og segir hún að verða móðir láti hana meta sína móður enn meira: „Mamma mín hefur aldrei fengið jafn mikið af „ég elska þig“ sms-um. Ég segi við hana að hún sé besta mamma í heimi.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!