KVENNABLAÐIÐ

Sjötug kona var föst í bíl í fimm daga: Myndband

Óheppin langamma var föst í bílnum sínum eftir að hafa keyrt út af í Washingtonríki, Bandaríkjunum. Bíllinn fór út af veginum, um 12 metra, inn í skóg þar sem enginn sá bílinn né heyrði í henni. Sharon Leaming segir: „Ég keyrði á tré en það hafði ekkert að segja. Ég flaug inn í skógarþykknið.“ Sharon fékk gríðarlega áverka, fimm brotin rifbein og marðist mikið. Einnig var hún bakbrotin. Fékk hún líka áverka í andliti eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Ótrúleg björgun átti sér stað og það tók sex menn að losa hana úr bílnum.

Auglýsing

Sjáðu þessa ótrúlegu sögu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!