KVENNABLAÐIÐ

Brad Pitt er orðinn edrú og lítur betur út en nokkru sinni!

Brad Pitt er einbeittur að ná heilsu eftir skilnaðinn við Angelinu Jolie haustið 2016. Leikarinn leit út fyrir að vera hamingjusamur og auðvitað, afar myndarlegur(!), á rauða dreglinum við frumsýningu á myndinni Okja í New York síðastliðinn fimmtudag.

Auglýsing

Aðdáendur höfðu áhyggjur af heilsu leikarans þegar hann var orðinn allt of grannur á dögunum, enda á hann við eiturlyfja- og áfengisvanda að stríða, en hann er að komast í sitt besta form núna.

Brad Pitt and other stars at the New York premiere Of "Okja"

Leikarinn eyðir um sem samsvarar hálfri milljón íslenskra króna á dag til að halda sér edrú. Hann mætir á fundi hjá AA (Alcoholics Anonymous) og hefur einnig ráðið einkakokk og næringarfræðing: „Edrú-kokkurinn hans Brad hefur sett saman mataræði sem er sérstaklega fyrir fólk sem hættir að drekka og dópa og eiga erfitt með að borða fullar máltíðir vegna fráhvarfseinkenna og streitu,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Brad Pitt and other stars at the New York premiere Of "Okja"

Einnig er Brad að hitta listmeðferðarfræðing og fleiri sérfræðinga.

Brad Pitt and other stars at the New York premiere Of "Okja". 09 Jun 2017 Pictured: Brad Pitt. Photo credit: MEGA TheMegaAgency.com +1 888 505 6342 (Mega Agency TagID: MEGA41311_019.jpg) [Photo via Mega Agency]

Auglýsing

„Hann er heilbrigðari og hamingjusamari en hann hefur verið í mörg ár þrátt fyrir að hann þurfi virkilega að eyða peningum í það,“ heldur heimildarmaðurinn áfram. Flestir myndu þó (hefðu þeir efni á því) að eyða slíkri summu í heilsuna. Hvað sem því líður er Brad orðinn hann sjálfur á ný.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!