KVENNABLAÐIÐ

Munið þegar Ashton Kutcher og Demi Moore voru heitasta parið í Hollywood?

Leikaraparið Ashton Kutcher og Demi Moore voru afskaplega áberandi á árunum 2003-2011, enda var Ashton 25 ára og Demi 41 árs þegar þau hittust. Hjónabandið stóð yfir í nokkur ár, eða frá 2005-2011. Þau hittust í kvöldverðarboði árið 2003 og sagði Demi frá því að þau hefðu spjallað alla nóttina og náð strax saman þrátt fyrir 16 ára aldursmun.

Auglýsing

Þann 24. september gengu þau í hjónaband í lokaðri athöfn í Beverly Hills, Kaliforníu. Meira en 100 gestir mættu, meðal annars fyrrum eiginmaður Demi, Bruce Willis og þrjár dætur þeirra.

Bruce & Demi
Bruce & Demi

Skilnaður

Fjallað var um í septembermánuði árið 2010 að hjónaband þeirra væri í molum. Meira en einu ári seinna, í nóvember 2011 sagði leikkonan að þau Ashton væru skilin: „Það er með mikilli sorg og þungu hjarta að ég tilkynni að ég hef ákveðið að enda sex ára hjónaband mitt með Ashton,“ sagði hún við E! News. Þau luku formlega skilnaði árið 2013.

Auglýsing

Mikið var fjallað um að Ashton hefði haldið framhjá Demi en hvorug stjarnan hefur játað því eða neitað.

ash

Demi á þrjár dætur úr fyrra hjónabandi við Bruce Willis — Rumer, Scout og Tallulah Willis. Ashton var mjög náinn þeim og þær kölluðu hann „MOD“ sem er stytting á „My Other Dad,“ (hinn pabbi minn).

Í dag er Ashton giftur Mila Kunis sem lék með honum í That 70´s Show og eiga þau tvö börn, en Demi hefur ekki gifst aftur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!