KVENNABLAÐIÐ

Drottningin mun ekki verða viðstödd brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle

Stóri dagur Meghan Markle og Harry Bretaprins mun eiga sér stað rétt fyrir jól í Karíbahafinu. Því miður mun Elísabet drottning ekki verða viðstödd. „Margir vinir Harrys eiga hús og eyjur í Karíbahafinu, því völdu þau þann stað. Þau vilja gera brúðkaupið eins rómantískt og persónulegt eins og hægt er,“ segir vinur parsins í viðtali við Life&Style.

Auglýsing

„Brúðkaupið verður smátt í sniðum og lítið á konunglegan mælikvarða. Aðeins nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum verður boðið.“ Þrátt fyrir að Harry hafi fengið leyfi til að biðja Meghan verður drottningin þó ekki viðstödd.

qqq

Þar sem Elísabet (90) er formlega höfuð kirkjunnar í Bretlandi má hún ekki mæta og fagna brúðkaupi einhvers sem er fráskilinn. Meghan (35) var áður gift Trevor Engelson, frá 2011-2013. Til gamans má geta þess að Trevor er ótrúlega líkur Harry!

Auglýsing

Elísabet mætti heldur ekki í brúðkaup Charles og Camillu árið 2005 af sömu ástæðu.

Rauðhærði prinsinn og Meghan ætla þó að njóta dagsins eins og hægt er: „Harry er ekki hrifinn af öllum þessum formlegheitum sem fylgja konungsfjölskyldunni. Hann vill frekar bjóða upp á rommkokteila og tekílaskot frekar en kampavín!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!