KVENNABLAÐIÐ

Harmþrunginn hundur bíður eftir eiganda sínum í þrjú ár

Lítill hundur hefur brætt hjörtu milljónir Kóreumanna eftir að fréttir bárust af trygglyndi hans, en hann er búinn að bíða alla daga í þrjú ár eftir að eigandinn, kona, myndi snúa aftur til hans. Eldri kona frá Busan, Norður-Kóreu, ættleiddi flækningsundinn sem heitir Fu Shi. Þau tvö lifðu saman hamingjusömu lífi en svo fyrir þremur árum fékk konan heilablæðingu sem að lokum leiddi til heilabilunar. Gat hún því ekki búið í húsinu sínu lengur og var flutt á hjúkrunarheimili undir stöðugu eftirliti.

Auglýsing

a fu shi

Litli hundurinn sem loksins hafði fundið kærleik og ást var því orðinn einn á ný. Hann vissi ekki að konan væri ekki að snúa aftur heim þannig hann eyddi síðustu þremur árum í að bíða eftir henni. Á hverjum degi fór hann út að horni hússins sem snýr út í húsasund. Hann sat allan daginn þar til sólin settist og fór svo heim í yfirgefið húsið þar sem þau bjuggu saman. Meðfylgjandi myndband sýnir elsku hundinn fara inn og leggja sig.

Nágrannarnir gáfu honum alltaf að éta og þannig lifði hann af. Þeir gátu þó ekkert gert við sorginni sem hrjáði Fu Shi.

Auglýsing

Nágrannarnir höfðu svo samband við dýraathvarf og sögðu þeim söguna. Hann var settur í rannsóknir hjá dýralækni sem áætlaði að hann væri um átta ára gamall og var með orma. Hann fékk lækningu við því og er nú heill og hraustur.

Sem betur fer hefur þessi átakanlega sorglega saga gleðilegan endi: Eftir að hafa ratað í fréttirnar fékk Fu Shi nýtt heimili hjá ástríkri fjölskyldu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!