KVENNABLAÐIÐ

Britney Spears vill fá fullt forræði yfir sonum sínum

Vill ekki lengur vera helgarmamma: Söngkonan Britney Spears setur fjölskylduna í fyrsta sæti. Britney tók syni sína Sean (11) og Jayden (10) í frí til Hawaii í viku í aprílmánuði. Eftir það ákvað hún að hún vill fá fullt forræði yfir þeim og hafa þá í allt sumar.

Synirnir með móður sinni og afa sínum
Synirnir með móður sinni og afa sínum

„Britney hefur lengi dreymt um að fá syni sína aftur og loksins er hún að taka skref í þá átt,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Life&Style. „Hún hefur tilkynnt fjölskyldinni að hún vilji fá drengina heim í sumar um leið og þeir eru búnir í skólanum. Hún ætlar að taka þá með sér hvert sem hún fer.“

Auglýsing

„Britney hefur gengið vel að undanförnu og allir í fjölskyldunni eru mjög stoltir af henni“

BRINEY

Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Britneyjar (39) er ekki ánægður með tilhugsunina að eyða sumrinu án strákanna sinna þar sem „Britney hefur alltaf verið helgarmamma, svo þetta er mikil breyting fyrir hann,“ segir heimildarmaðurinn.

Auglýsing

Britney er tilbúin fyrir breytingar á þessum tímapunkti. Nú er hún í sambandi við Sam Asghari (23) og hún er í góðu jafnvægi. Sam virðist styðja þessa ákvörðun söngkonunnar að hafa drengina í sumar: „Þetta er fyrsta skref í áttina að stofna fjölskyldu hjá Britney og Sam,“ endar þessi heimildarmaður á að segja.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!