KVENNABLAÐIÐ

Amal og George Clooney orðin foreldrar!

Tvíburar Amal og George Clooney eru fæddir og er um að ræða stúlku og dreng. Þau hafa nú þegar fengið nöfnin Ella og Alexander, samkvæmt talsmanni þeirra. Mikil gleði hlýtur að ríkja á þeim bænum þar sem þau eru fyrstu börn þeirra beggja!

Auglýsing

Fæddust þau þriðjudaginn 6. júní og heilsast móður og börnum vel, samkvæmt yfirlýsingunni en svo segir líka: „George er á róandi lyfjum og ætti að ná sér innan nokkurra daga.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!