KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum Bachelorette stjarnan Trista Sutter heimt úr helju eftir hjartaáfall

Margir Íslendingar muna eftir Tristu Sutter (þá Trista Rehn) en hún var í úrslitum í fyrstu seríu Bachelor og var svo stjarnan í fyrstu seríu Bachelorette árið 2003 þar sem hún hitti og giftist Ryan Sutter. Eru þau enn gift í dag, 14 árum seinna og hafa þau eignast tvö börn, Blakesly og Maxwell.

Trista, sem er 44 ára, var með fjölskyldu sinni í fríi í Króatíu þegar hún fékk skyndilegt hjartaáfall og lenti hún á spítala í kjölfarið. Setti hún mynd af sér á Instagram og sagði: „Þetta er ég í gær…tveimur klukkustundum eftir að ég fékk hjartaáfall. Ég datt á brjóstkassa dóttur minnar og hún horfði á mig ásamt bróður sínum og afa og ömmu í örvinglan og hryllingi þar sem ég starði út í loftið og var að verða blá.“

Auglýsing

Trista segir að hún hafi verið í „hvítum draumi“ þar til hún heyrði raddir eiginmanns síns, Ryan og barnanna sinna og þau náðu henni til baka. Segir hún að þessi reynsla hafi kennt henni hversu dýrmætt og viðkvæmt lífið er.

„Ég hafði alltaf ímyndað mér að ég myndi deyja einhverntíma eftir að börnin hefðu útskrifast úr skóla og stofnað fjölskyldu, en ég var minnt á það í gær að það gæti gerst hvenær sem er, hvort sem ég væri umkringd ástvinum eða ókunnu fólki. Ég hef aldrei verið fullkomin og mun aldrei verða en ég sver að ég mun núna lifa lífi mínu til fullnustu. Umvefja mig þakklæti og því sem ég hef lært með nýju viðhorfi. Stressa mig minna. Elska meira. Hlusta. Vera kærleiksrík. Dreifa kærleika. Verða betri útgáfa af sjálfri mér sem móður, systur, eiginkonu, nágranna, dóttur og vinkonu.“

Auglýsing

„Ég er ekki að deila þessum orðum til að fá vorkunn heldur til að vera ykkur innblástur og megið þið vera þakklát fyrir líf ykkar og blessanir. Segið fólkinu ykkar hvernig ykkur líður og verið þakklát. Ég ætla að gera það.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!